Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Verðtrygging
28.6.2009 | 00:08
Alþingi hefur verið ansi upptekið undanfarið við ýmsa misjafnlega þarfa hluti, það virðist þó lítið gerast annað en að skuldir okkar eru að aukast svo um munar, það eru lán ofan á lán ofan á lán, manni finnst eins og það sé keppst við að fá lán frá eins mörgum þjóðum og hægt sé - kanski til að eiga fyrir Icesave þegar þar að kemur.
Mér finnst að það eigi að koma strax inn á verðtrygginguna okkar, ef ekkert verður gert í því og þá helst afturvirkt til haustsins 2008 þá hrynur fasteignamarkaðurinn alveg og nær sér ekki fyrr en eftir kanski 30 ár - hvað segir næsta kynslóð við því. Eg er að hugsa um að selja syni mínum íbúðina mína eftir 20 ár, en æææ það er verðtryggt lán á henni upp á 25m en hún er bara metin á 15m - ég held að næsta kynslóð verði á leigumarkaði framanaf.
Hverjir eru það sem græða á verðtryggingunni? Ekki ég, ekki þú, bankarnir jú og lífeyrissjóðirnir, það eru reyndar þeir sem berjast hvað mest fyrir þessari elsku. Ég sé ekki að lífeyrisgreiðslan til mín í elliárunum nái að dekka síðustu greiðslurnar af verðtryggða láninu mínu. Það er mikið rætt um inngöngu í ESB en það mun ekki takast á meðan verðtryggin er til staðar.
Vonandi að einhver geti útskýrt þetta fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)